Erlent

Tuttugu féllu í loftárásum Ísraela í nótt

Heimir Már Pétursson skrifar
Uppnám eftir loftárás Ísraelsmanna en í nótt féllu 20 Palestínumenn.
Uppnám eftir loftárás Ísraelsmanna en í nótt féllu 20 Palestínumenn.
Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á Gaza í nótt og er talið að allt að tuttugu manns hafi fallið í þeim árásum og tugir særst.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna ástandsins, en óttast er að stríð brjótist út ef ekkert verður að gert. Eftir árásirnar í nótt er tala fallina kominn upp tæplega sextíu en stór hluti þeirra eru óbreyttir borgarar og þá hafa konur og börn fallið í valinn. Ísraelsher segist beina eldflaugum sínum að hernaðarlega mikilvægum stöðum en engu að síður hefur fjöldi heimila orðið fyrir flugskeytum.

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels boðaði hertar árásir á Gaza í gær og sagði að þeim lyki ekki fyrr en Hamasliðar létu af eldflaugaárásum sínum á suðurhluta Ísraels, en enginn hefur fallið vegna þeirra og ísraelskum hermönnum hefur tekist að skjóta margar þeirra niður áður en þær náðu að lenda og valda tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×