Erlent

Tuttugu bílar féllu ofan í jörðina í Flórens

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Eina leiðin til þess að fjarlægja bílana úr skurðinum var með krana.
Eina leiðin til þess að fjarlægja bílana úr skurðinum var með krana. Vísir/Getty
Slökkviliðsmenn og lögregla í Flórens á Ítalíu í dag fengu fremur óvenjulegt verkefni í dag eftir að 200 metra skurður myndaðist á veginum við hina frægu Ponte Vecchio brú í hjarta borgarinnar. Gömul vatnslögn undir veginum gaf sig með þeim afleiðingum að tuttugu bílar hreinlega féllu niður í jörðina.

Engan slasaði en töluverð vinna fór í að hífa bílana upp úr skurðinum sem fylltist af vatni. Margir borgarbúar fylgdust spenntir með því þegar bílarnir voru hífðir upp úr skurðinum en slökkviliðsmenn óttuðust að frekari skemmdir gætu orðið á jarðveginum vegna þunga kranans sem notaðir voru til þess að hífa bílana upp.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af aðgerðum slökkviliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×