Fótbolti

Tuttugu bestu varnarmenn heims

Ramos og Pepe eru báðir á listanum.
Ramos og Pepe eru báðir á listanum. vísir/getty
FIFA hefur gefið út hvaða tuttugu varnarmenn koma til greina í heimslið FIFA 2014.

Nokkuð er af leikmönnum í enska boltanum á listanum. Meðal annars City-mennirnir Vincent Kompany og Pablo Zabaleta. Chelsea-mennirnir Felipe Luis og Branislav Ivanovic eru þar einnig.

Heimsmeistararnir Jerome Boateng, Mats Hummels og Philipp Lahm eru á listanum sem og fimm leikmenn Real Madrid.

Fjórir varnarmenn verða í liðinu, þrír miðjumenn og þrír sóknarmenn ásamt markverði að sjálfsögðu.

Dani Alves og Sergio Ramos eru báðir að reyna að komast í þetta lið í fjórða sinn á ferlinum.

Það eru 20 þúsund leikmenn út um allan heim sem kjósa heimsliðið. Það verður opinberað á samkomu FIFA þann 12. janúar er besti leikmaður heims verður einnig krýndur.

Bestu varnarmennirnir:

David Alaba (Bayern München); Jordi Alba (Barcelona); Dani Alves (Barcelona); Jerome Boateng (Bayern München); Daniel Carvajal (Real Madrid); David Luiz (Paris St-Germain); Filipe Luis (Chelsea); Diego Godin (Atletico Madrid); Mats Hummels (Borussia Dortmund); Branislav Ivanovic (Chelsea); Vincent Kompany (Manchester City); Philipp Lahm (Bayern München); Marcelo (Real Madrid); Javier Mascherano (Barcelona); Pepe (Real Madrid); Gerard Pique (Barcelona); Sergio Ramos (Real Madrid); Thiago Silva (Paris St-Germain); Raphael Varane (Real Madrid); Pablo Zabaleta (Manchester City).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×