Enski boltinn

Tuttugu ár Wengers hjá Arsenal: Úrvalsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Í dag eru nákvæmlega 20 ár síðan Arsene Wenger var kynntur til leiks sem knattspyrnustjóri Arsenal.

Wenger kom til Arsenal frá japanska liðinu Nagoya Grampus og var nánast óþekktur á Englandi. Hann var þó ekki lengi að láta að sér kveða og strax á fyrsta heila tímabili hans með Arsenal vann liðið tvöfalt.

Alls hefur Wenger unnið níu stóra titla með Arsenal; Englandsmeistaratitilinn þrisvar sinnum og bikarmeistaratitilinn sex sinnum.

Í tilefni af 20 ára starfsafmæli Wengers hjá Arsenal fékk Sky Sports Alan Smith, sparkspeking og fyrrum leikmann Lundúnaliðsins, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað undir stjórn Wengers hjá Arsenal.

Sex af 11 í úrvalsliði Smiths voru hluti af „The Invincibles“, liði Arsenal sem fór ósigrað í gegnum ensku úrvalsdeildina tímabilið 2003-04.

Það sem kemur kannski mest á óvart í úrvalsliðinu er að Smith valdi Laurent Koscielny við hlið Tony Adams í hjarta varnarinnar í staðinn fyrir Martin Keown eða Sol Campbell.

Koscielny er eini núverandi leikmaður Arsenal sem kemst í úrvalslið Smiths.

Úrvalslið Wengers að mati Alans Smith:

Markvörður: David Seaman

Hægri bakvörður: Lee Dixon

Miðverðir: Tony Adams og Laurent Koscielny

Vinstri bakvörður: Ashley Cole

Hægri kantmaður: Freddie Ljunberg

Miðjumenn: Patrick Viera og Cesc Fabregas

Vinstri kantmaður: Robert Pires

Framherjar: Thierry Henry og Dennis Bergkamp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×