Handbolti

Túnisinn farinn frá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Rétthenta skyttan Wael Jallouz hefur verið lánaður til spænska stórliðsins Barcelona til loka næstu leiktíðar.

Jallouz fylgir þar með í fótspor Guðjóns Vals Sigurðssonar sem gerði nýverið tveggja ára samning við Börsunga eftir að hafa spilað með Kiel síðustu tvö ár.

„Wael þarf að spila mikið til að halda áfram að þróa sinn leik. Barca getur tryggt að hann fái þær mínútur sem hann þarf,“ er haft eftir Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel, í þýskum fjölmiðlum í dag. „Ég get ekki tryggt honum það hjá Kiel.“

Líklegt er að Aron Pálmarsson spili með Kiel á næstu leiktíð en hann gengur í raðir ungverska liðsins Veszprem næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×