Innlent

Tunglbogi skammt frá Stykkishólmi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
mynd/víðir björnsson
Svokallaður Tunglbogi sást skammt frá Stykkishólmi í nótt. Um er að ræða regnboga að næturlagi, sem stundum er kallaður Njólubogi, og er nokkuð sjaldgæf sjón.

Tunglbogar lúta sömu lögmálum og regnbogar; þeir myndast þegar ljósið brotnar og endurkastar því eins og í venjulegum regnboga, sem hefur sama viðhorf og ef um sólarljós væri að ræða, í gagnstæða átt við ljósgjafann, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Líkurnar á að sjá tunglboga eru mestar að næturlagi þegar tunglið er fullt og það hátt á lofti að það birtist í skýjarofinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×