Sport

Tulloch sér ekki eftir neinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tulloch er skemmtikraftur
Tulloch er skemmtikraftur vísir/getty
Stephen Tulloch leikmaður Detroit Lions í NFL deildinni í Bandaríkjunum meiddist á hátt sem er í senn er kómískur og sorglegur þegar hann fagnaði því að hafa náð að skella Aaron Rodgers leikstjórnanda Green Bay Packers.

Eftir að hafa náð að skella leikstjórnandanum öfluga hermdi Tulloch eftir gabbhreyfingu Rodgers með þeim afleiðingum að hann sleit krossband.

„Fjandinn nei,“ sagði Tulloch aðspurður hvort hann sæi eftir fagnaðarlátunum afdrifaríku. „Ég myndi gera þetta aftur. Þú gerir þetta alltaf. Ef eitthvað á að gerast þá gerist það. Það er bara tímaspursmál.“

Hinn 29 ára gamli Tulloch fer í aðgerð í vikunni og missir af leik Lions og New York Jets í kvöld sem er fyrsti leikurinn sem hann missir af þau 9 ár sem hann hefur verið í deildinni.

„Ég hef verið lengi í deildinni og skil vel að maður getur meiðst þegar maður fer út og keppir. Níu ár án þess að missa af leik er fáránlegt en ég er jákvæður og trúi á vinnusemi. Ég trúi á þjálfun mína og það sem ég geri á æfingatímabilinu og hvernig ég nálgast hlutina. Ég veit að ég kem betri til baka en nokkru sinni fyrr,“ sagði Tulloch.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×