Erlent

Tugþúsundir sitja sem fastast í Hong Kong

Bjarki Ármannsson skrifar
Mótmælendur halda farsímum sínum á lofti.
Mótmælendur halda farsímum sínum á lofti. Vísir/AFP
Tugþúsundir manna mótmæla enn við ríkisstjórnarbyggingu Hong Kong þrátt fyrir ítrekaðar kröfur stjórnvalda um að tjaldbúðir verði teknar niður og mótmælendur yfirgefi svæðið. Enn frekar bættist í fjöldann eftir að lögregla reyndi að tvístra hópnum með kylfum og táragasi í morgun.

BBC greinir frá. Ástæða mótmælanna er sú ákvörðun kommúnistaflokks Kína að skipta sér af því hverjir geti boðið sig fram í kosningunum í Hong Kong árið 2017 sem Kínverjar lofuðu eftir að þeir tóku við borginni úr höndum Breta á árið 1997. Mótmælendurnir vilja að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar verði dregin til baka.

Kínversk yfirvöld hafa varað önnur ríki við því að styðja mótmælin, sem þau segja ólögmæt. Þrátt fyrir það hafa ríkisstjórnir Breta og Bandaríkjamanna kallað eftir því að stjórnvöld í Hong Kong virði rétt þegna sinna til að mótmæla friðsamlega.

Fólksfjöldinn sem hefur komið saman hefur valdið miklum umferðartöfum um borgina alla. Skólar voru lokaðir í dag og verða það áfram á morgun. Miklar mótmælaaðgerðir eru svo boðaðar á miðvikudag sem eiga að fela í sér borgaralega óhlíðni.


Tengdar fréttir

Þúsundir nemenda í verkfall

Þúsundir mennta- og háskólanema lögðu niður námsbækur sínar og hófu vikulangt verkfall til að mótmæla kínverskum stjórnvöldum.

Lögreglan dregur sig í hlé í Hong Kong

Þúsundir mótmælenda eru nú á strætum Hong Kong borgar og hafa þeir tekið yfir fjármálahverfi borgarinnar og neita að yfirgefa svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×