Erlent

Tugþúsundir mótmæla í Madríd

Atli Ísleifsson skrifar
Podemos mælist nú í skoðanakönnunum stærsti flokkur Spánar.
Podemos mælist nú í skoðanakönnunum stærsti flokkur Spánar. Vísir/AP
Tugir þúsunda hafa komið saman í spænsku höfuðborginni Madríd til að mótmæla aðhaldsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Vinstriflokkurinn Podemos stendur fyrir mótmælafundinum en liðsmenn hans vonast til að byggja á sigri vinstriflokksins Syriza í grísku þingkosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

Podemos mælist nú í skoðanakönnunum stærsti flokkur Spánar og segist ætla vinna að því að semja um afskriftir hluta af skuldum Spánar vinni flokkurinn sigur í þingkosningum sem fram fara síðar á árinu.

Í frétt BBC segir að Podemos telji að stjórnmálamenn eigi að „þjóna fólkinu, ekki hagsmunum einkaaðila“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×