Erlent

Tugir þúsunda mótmæltu í Chile

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Menntakerfið í Chile er mjög umdeilt.
Menntakerfið í Chile er mjög umdeilt. Vísir/AFP
Tugir þúsunda mótmæltu í dag í Chile vegna áforma stjórnvalda um að breyta menntakerfinu. Mótmælendur telja að vegna breytinganna muni hátt í 4.000 einkaskólum, sem fá niðurgreiðslur frá ríkinu, verða lokað.

Í frétt BBC segir að ríkisstjórnin vilji með breytingunum koma í veg fyrir að skólarnir geti einnig grætt peninga á rekstri sínum.

Michelle Bachelet, forseti Chile, segir að breytingarnar nú séu ekki gerðar með það að augnamiði að loka skólum, heldur sé stefnt að því að auka gegnsæi í rekstri þeirra skóla sem fá niðurgreiðslur frá hinu opinbera.

Menntakerfið í Chile er mjög umdeilt. Skemmst er að minnast fjölmennra mótmæla stúdenta fyrir nokkrum árum. Þá var þess krafist að allir gætu hlotið ókeypis, góða menntun auk þess sem einkavæðingu menntakerfisins og þá sérstaklega háskóla, var harðlega mótmælt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×