Erlent

Tugir þúsunda hlýddu á boðskap páfa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frans páfi ávarpar fólkið.
Frans páfi ávarpar fólkið. vísir/afp
Tugir þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í Róm í dag til að hlýða á páskaboðskap Frans páfa. Páfi bað fyrir friði í Úkraínu og í Sýrlandi og fyrir endalokum styrjaldarátaka alls staðar í heiminum.

Þetta er í annað sinn sem Frans páfi ávarpar lýðinn á páskadegi. Hann bað fyrir öllum þeim sem líða fyrir hungur, fátækt, sjúkdóma og afskiptaleysi.

Breiðgata sem liggur að Péturstorginu var skreytt með 35 þúsund blómum sem Hollendingar gáfu í tilefni páskanna. Frans páfi vakti sérstaklega athygli á þeim sem nú þjást vegna ebólaveirunnar í Vestur-Afríku. Hann bað þess að stríðandi fylkingar í Úkraínu fylltust vilja til friðar og hvatti alþjóðasamfélagið til djarfrar framgöngu í að koma á friði í Sýrlandi.

Páfinn í dag.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×