Erlent

Tugir sagðir látnir í flugslysi í Taívan

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Lokauppfærsla



Farþegaflugvél af gerðinni ATR-72 í eigu TransAsia Airways brotlenti í þorpinu Xixi skammt frá flugvellinum á Penghu eyju. Óttast er að 47 hafi farist og 11 manns hafa verið fluttir á sjúkrahús, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Farþegar vélarinnar voru 54 talsins og fjórir í áhöfn.

Flugmenn vélarinnar hættu við í miðri lendingu og í annarri tilraun brotlenti vélin. Talið er að veður hafi ollið slysinu, en mikil rigning og rok var á svæðinu. Sterkur fellibylur gekk yfir svæðið í gær.

Fjölmiðlar í Taívan segja að rigningin hafi dregið mikið úr skyggni.

Um 200 hermenn voru sendir á vettvang til að hjálpa til við björgunarstörf og að leita að fólki í rústunum. Bílar hersins voru notaðir auk sjúkrabíla til að flytja fólk á sjúkrahús og var flugbjörgunarsveit tilbúin til að flytja fólk til höfuðborgar Taívan til aðhlynningar.

Mikill glundroði var á vettvangi slyssins.Vísir/AP
Upprunalegt

Flugvél brotenti í Taívan í dag og óttast er að tugir hafi farist. Fjölmiðlar í Taívan segja að 51 hafi látið lífið. Samkvæmt fyrstu fregnum brotlenti vélin í misheppnaðri nauðlendingu.

Flugmenn vélarinnar munu hafa hætt við lendingu og vélin brotlent skömmu síðar á Penghu eyju við suðausturhluta Taívan. Þar mun vera mikið rok og rigning en öflugur fellibylur fór yfir svæðið í gær.

54 farþegi voru um borð samkvæmt AP fréttaveitunni og fjórir áhafnarmeðlimir.

Frétinn verður uppfærð eftir því sem fleiri upplýsingar berst.

Uppfært 14:12

Samkvæmt embættismönnum í Taívan létust 51 eins og áður hafði komið fram og hafa sjö verið fluttir á sjúkrahús.

Flugvélin var á leið frá Taipei, höfuðborg Taívan, til Penghu sem er mitt á milli meginlands Kína og Taívan. Flugmenn voru að reyna lendingu í annað sinn og er talið að vélin hafi brotlent vegna veðurs.

Flugvélin er í eigu TransAsia Airways.

Myndir frá flugvellinum sýna slökkviliðsmenn að störfum, en enn er nótt í Taívan.

Uppfært 14:35

Enn er unnið að því að ná fólk úr vélinni samkvæmt BBC. Slökkviliðsmenn segja að fluvélin hafi ekki náð að flugbrautinni heldur brotlent nærri.

Þá segir fréttaritari BBC að sjónarvottar hafi séð mikinn eld á slysstað.

Uppfært 14:55

Nú segja yfirvöld í Taívan að óttast sé að 47 hafi látist í slysinu. Ellefu manns slösuðust.

Um er að ræða ATR-72 flugvél.

Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×