Erlent

Tugir látnir eftir að kirkjuþak hrundi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kirkjan var nýbyggð.
Kirkjan var nýbyggð. Vísir
Minnst 60 eru látnir eftir að kirkjuþak í borginni Uyo í Suðaustur-Nígeríu hrundi. Atvikið átti sér stað er verið var að vígja biskup.

BBC greinir frá en einnig er talið að fjöldi látinna geti aukist en líklegt þykir að margir sé enn fastir undir þakinu.

Hundruð voru samanakomin í kirkjunni til þess að vera viðstödd athöfnina en kirkjan var nýbyggð. Óttast er að of mikill flýtir hafi ráðið ferð við byggingu kirkjunnar en ríkisstjóri Akwa Ibom-héraðs, þar sem slysið átti sér stað, segir að málið verði rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×