Lífið

Tugir hákarla gæddu sér á hræi af hnúfubak

Samúel Karl Ólason skrifar
Um 70 tígrisháfar voru myndaðir við að gæða sér á hræi af hnúfubaki á dögunum. Fjöldi ferðamanna fylgdust með hákörlunum en hlaðborðið átti sér stað á hafsvæði við Ástralíu, sem heitir einmitt Hákarlaflói.

Samkvæmt The Australian státar Hákarlaflói af umfangsmiklum fjölda tígrisháfa sem ná allt að 6,5 metra lengd og 500 kílóa þyngd. Eco Abrolhos, sem tók myndbandið sem sjá má hér að neðan segir hvalinn hafa verið dauðan áður en hákarlarnir byrjuðu að éta hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×