Erlent

Tugir fórust í aurskriðum í Nepal

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarfólk er nú að störfum í bæjunum þar sem þess er freistað að finna fólk á lífi í rústum húsa.
Björgunarfólk er nú að störfum í bæjunum þar sem þess er freistað að finna fólk á lífi í rústum húsa. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 29 létust í miklum aurskriðum í Nepal í nótt. Mikilar monsúnrigningar hafa verið í landinu undanfarið og framkallað fjölda aurskriða víðs vegar um landið.

Skriðurnar fóru yfir fleiri tugi húsa í bæjunum Lumley og Bhadaure í Kaski-héraði.

Björgunarfólk er nú að störfum í bæjunum þar sem þess er freistað að finna fólk á lífi í rústum húsa.

Kedar Rajaure, lögreglustjórinn í Kaski, segir að þrjátíu sé enn saknað og að um tvö hundruð manns vinni að björgunaraðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×