Erlent

Tugir fórust í aurskriðum í Hiroshima

Vísir/AP
Að minnsta kosti 27 eru látnir í Hiroshima í Japan eftir að gríðarmiklar rigningar framkölluðu aurskriður í úthverfi borgarinnar. Rigningin var slík að á einum sólarhring féll jafnmikið regn og venjulega fellur á heilum mánuði á þessum tíma.

Tíu er enn saknað á svæðinu í það minnsta en lögreglan segir erfitt að gera sér grein fyrir hve margir kunni að hafa verið á svæðinu þegar skriðurnar féllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×