Viðskipti erlent

Tsipras bjartsýnn á samkomulag innan tveggja vikna

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segist bjartsýnn.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segist bjartsýnn. Vísir/AFP
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segist bjartsýnn á að Grikklandsstjórn nái samkomulagi við lánadrottna sína innan tveggja vikna.

Tsipras hefur dregið Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra landsins, úr samninganefndinni en Varoufakis hefur reitt ýmsa evrópuska starfsbræður sína til reiði með framkomu sinni og kröfum.

Í frétt Reuters kemur fram að Tsipras segist reiðubúinn að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlegan samning ef Grikklandsstjórn myndi álíta kröfur lánadrottna óásættanlegar.

Opinberir sjóðir Grikklandsstjórnar eru að tæmast en viðræður við fulltrúa ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa gengið erfiðlega vegna krafna þeirra um að Grikkir ráðist í frekari aðhaldsaðgerðir líkt og frekari lækkun lífeyrisgreiðslna og einkavæðingu ríkisfyrirtækja.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×