Skoðun

Tryggjum mannvirðingu alls launafólks

Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm skrifar
Það lýsir best hinum innri manni hvernig við komum fram við þá sem eru varnarlausir og á okkur treysta, rík þjóð sem Íslendingar á að sjá sóma sinn í að tryggja öllum lágmarksframfærslu til samræmis við raunverulegan framfærslukostnað.

Það sparkar enginn með heilbrigða siðvitund í liggjandi mann né skerðir lífsgæði þeirra þögulu.

Ég bið ykkur um að hjálpa mér við að safna undirskriftum til að þrýsta á Alþingi um að sett verði lög til að tryggja lágmarkslaun og að við þau verði framfærsla öryrkja, aldraðra, atvinnulausra og annarra sem fá bætur miðuð.

Við eigum ekki að umbera biðraðir eftir matar- og fjárhagsaðstoð í jafn auðlindaríku landi og okkar.

Friður og sátt tryggir velmegun, mismunun og stéttskipting tryggir ófrið og sundrungu.

Vinsamlega undirritið og deilið áfram sem mest:

http://www.avaaz.org/en/petition/Althingi_setji_log_um_lagmarkslaun_Vid_skorum_a_Althingi_ad_logsetja_lagmarkslaun_til_samraemis_vid_framfaerslu/?copy

 








Skoðun

Sjá meira


×