Erlent

Trump vill stórauka framlög til hermála

atli ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/afp
Donald Trump Bandaríkjaforseti vill stórauka framlög til bandaríska hersins um heila 54 milljarða Bandaríkjadala, um 5.800 milljarða króna. Um er að ræða um tíu prósenta aukningu.

Þetta kemur fram í drögum að fjárlögum fyrir árið 2018.

Í frétt BBC segir að boðaður sé umfangsmikill niðurskurður á öðrum sviðum, svo sem á sviði þróunaraðstoðar og annarrar fjárhagsaðstoðar á erlendri grundu og til umhverfismála. Hins vegar verða framlög til stærri velferðarflokka, svo sem málefna lífeyrisþega og fatlaðra (Social Security) og almannatryggingakerfisins (Medicare), óbreytt.

Búist er við að Trump kynni endanlegt fjárlagafrumvarp sitt um miðjan marsmánuð. Bandaríkjaforseti segir að alríkisstjórnin muni gera meira fyrir minna og að fjárlagafrumvarpið muni einkennast af „hernaðarmálum, öryggi og efnahagslegri þróun“.

„Þau [Fjárlögin] munu fela í sér sögulega aukningu í framlögum til hernaðarmála til að endurreisa megi úr sér genginn her Bandaríkjanna á tíma þegar hans er mest þörf,“ segir Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×