Erlent

Trump vill að vígamenn ISIS verði pyntaðir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump vill að vígamenn Íslamska ríkisins verði pyntaðir, og fer fram á harkalegar pyntingaraðferðir. Þetta sagði hann við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna í Ohio í Bandaríkjunum í dag.

„Við verðum að berjast á grimmilegan og ofbeldisfullan hátt því við erum að eiga við ofbeldisfullt fólk,“ sagði Trump á fundinum. Aðspurður hverjar hans skoðanir væru á vatnspyntingum svaraði hann: „Mér líkar þær, en ég held að þær séu ekki nógu harkalegar.“

Með vatnspyntingum [e.waterboarding] er átt við þegar manneskju er haldið niðri og vatni hellt yfir vit hennar svo henni finnist hún vera að drukkna. Slíkar pyntingaraðferðir voru bannaðar í Bandaríkjunum árið 2006, en fram að þeim tíma höfðu þær verið notaðar við yfirheyrslur.

Trump sagðist þeirrar skoðunar að leyfa ætti þessar aðferðir enda komist vígamennirnir upp með að beita hvaða aðferðum sem er. „Þeir geta höggvið höfuð af mönnum, drekkt þeim í stálúrum og gert hvað sem þeir vilja gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×