Erlent

Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Barack Obama og Donald Trump.
Barack Obama og Donald Trump. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjaþing rannsaki þær ásakanir sem hann hefur sett fram um að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. BBC greinir frá.

Þetta kom fram í máli blaðafulltrúa Hvíta hússins fyrr í dag. Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt.

Trump setti fram ásakanirnar um hlerun Obama í röð tísta án þess þó að leggja fram sönnunargögn. Talsmaður Obama hefur vísað ásökununm á bug. Þá hefur verið kallað eftir því að Trump styðji ásakanir sínar með gögnum.

Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, segir að Hvíta húsið muni ekki tjá sig frekar um málið fyrr en að Bandaríkjaþing hefur lokið rannsókn sinni.


Tengdar fréttir

Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×