Erlent

Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tom Price.
Tom Price. Vísir/Getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna hefur útnefnt þingmanninn Tom Price sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. Price hefur verið harður gagnrýnandi þeirra breytinga sem Barack Obama, fráfarandi forseti, hefur gert. Guardian greinir frá.

Breytingarnar eru gjarnan nefndar Obamacare og hafa verið harðlega gagnrýndar af Repúblikönum undanfarin ár. Þar hefur Price verið fremstur í flokki en Trump sagði ítrekað í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningar að hann myndi innleiða nýjar breytingar á heilbrigðiskerfinu og afnema Obamacare.

Óvíst er hvaða breytingar Trump á við en eftir fund Trump og Obama skömmu eftir kosningarnar að hann væri reiðubúinn til þess að halda í ákveðna hluta af Obamacare.

Búast má við að Price, bæklunarlæknir, að mennt muni leika lykilhlutverk í þeim breytingum sem Trump hyggst gera á Obamacare. Hann er jafnframt náinn samstarfsmaður Paul Ryan, sem er forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×