Erlent

Trump þarf ekki fundi CIA þar sem hann er „þú veist, gáfaður“

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/GEtty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, nýtir sér ekki daglega öryggisfundi leyniþjónustu Bandaríkjanna um þær ógnir sem steðja að ríkinu. Hann segist vera of gáfaður til þess að þurfa að láta segja sér sömu hlutina dag eftir dag. Því hefur verið haldið fram að hann fari á einn fundi í viku, en sjálfur segist Trump fara á fundi þegar hann „þarf á því að halda“.

„Það þarf ekki að segja mér, ég er, þú veist, gáfaður maður. Það þarf ekki að segja mér sama hlutin og sömu orðin á hverjum degi næstu átta ár. Það gætu verið átta ár. Átta ár,“ sagði Trump í viðtali við Fox News sem birt var í gær.

Hann sagði að þess í stað væri hægt að hringja í hann þegar eitthvað breytist.

Trump tók einnig fram að Mike Pence, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, mætti á fundina á hverjum degi.

Hann hefur orðið fyrir gagnrýni á síðustu dögum fyrir að segja það þvætting að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum við að hjálpa Trump. Gagnrýnendur segja að forsetinn verðandi sé að draga úr trúverðugleika leyniþjónusta Bandaríkjanna.

Fyrr í dag gerði Trump lítið úr þeirri niðurstöðu leyniþjónusta Bandaríkjanna að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum. Hann sagði að ef kosningarnar hefðu farið á hinn veginn og að hann og teymi hans væru að halda þessu fram yrði þetta kallað samsæriskenning.


Tengdar fréttir

Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar

„Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News.

Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum

Donald Trump segir að Bandaríkin þurfi ekki endilega að halda sig við "Eitt Kína“-stefnuna. Trump segist þá ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum en þau sendu frá sér formlega kvörtun í kjölfar símtals Trump við forseta Taívan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×