Erlent

Trump tekur inn Lighthizer

Guðsteinn Bjarnason skrifar
James Lighthizer verður viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trump.
James Lighthizer verður viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trump. vísir/afp
Donald Trump, sem tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum eftir rúmar tvær vikur, hefur ákveðið að James Lighthizer verði viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna.

Viðskiptafulltrúi er veigamikið embætti í bandarískri stjórnsýslu og jafnast á við mikilvægustu ráðherraembættin.

Lighthizer var aðstoðarviðskiptafulltrúi í forsetatíð Ronalds Reagan. Hann hefur svipaðar skoðanir og Trump á alþjóðaviðskiptum. Báðir hafa þeir miklar efasemdir um alþjóðlega fríverslunarsamninga og báðir leggja þeir mikla áherslu á að vera fastur fyrir þegar kemur að milliríkjaviðskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki, ekki síst ríki á borð við Mexíkó og Kína, sem þeir telja hafa fært sig um of upp á skaftið.

Með því að velja Lighthizer sýnir Trump að hann ætli ekkert að gefa eftir í þessum efnum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×