MÁNUDAGUR 30. MAÍ NÝJAST 12:30

Ummćli ţýsks stjórnmálamanns um Boateng vekja reiđi

SPORT

Trump stríddi eiganda NY Jets

 
Sport
17:00 05. JANÚAR 2016
Donald Trump er hress.
Donald Trump er hress. VÍSIR/GETTY

Forsetaframbjóðandinn og milljarðamæringurinn Donald Trump gladdist er NY Jets komst ekki í úrslitakeppni NFL-deildarinnar.

Hann sendi eiganda félagsins, Woody Johnson, sneið á Twitter. Trump sagði að Jets hefði að minnsta kosti komist í úrslitakeppnina ef Johnson styddi hann í forsetaframboðinu en ekki Jeb Bush.

Jets átti mjög góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina en kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér gegn Buffalo og sat í kjölfarið eftir með sárt ennið.

Líklegt er að Trump sé aðeins að stríða Johnson sem hann hefur kallað vin sinn í gegnum tíðina.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Trump stríddi eiganda NY Jets
Fara efst