Trump stendur viđ ásakanir sínar um hleranir Obama og bođar nýjar upplýsingar

 
Erlent
11:11 16. MARS 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. VÍSIR/GETTY

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári. Trump hefur enn ekki sýnt fram á nein sönnunargögn sem styðja ásakanirnar. 

„Hleranir geta þýtt ýmislegt,“ sagði Trump í viðtalið við Fox News í nótt að íslenskum tíma en tvær vikur eru frá því að Trump setti fram ásakanirnar í röð tísta sem valdið hafa miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum.

Þá boðaði Trump að „athyglisverðar upplýsingar“ kæmu fram á næstu tveimur vikum eða svo án þess að fara nánar út í það. Obama hefur þvertekið fyrir að höfuðstöðvar Trump hafi verið hleraðar.

Í gær sagði formaður njósnamálanefndar Bandaríkjaþings, og samflokksmaður Trump, að nefndin hafi ekki séð neinar vísbendingar sem renni stoðum undir ásakanir Trump en nefndin hefur rannsakað málið að undanförnu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Trump stendur viđ ásakanir sínar um hleranir Obama og bođar nýjar upplýsingar
Fara efst