Erlent

Trump sigurvegari í Indiana: Tilnefning Repúblikana gott sem gulltryggð

Bjarki Ármannsson skrifar
Donald Trump er sigurvegari forkosninga Repúblikanaflokksins í Indiana-ríki, að því er fjölmiðlar vestanhafs greina frá. Sigur Trump þýðir að nær útilokað er að hann verði ekki forsetaframbjóðandi flokksins í haust.

Bandarískir fjölmiðlar hafa ekki enn fullyrt um sigurvegara í forkosningum Demókrata.

Talningu atkvæða er ekki endanlega lokið en útgönguspár benda til þess að Trump verði kominn með um það bil 1049 kjörmenn í fyrramálið. Þannig mun hann aðeins vanta um 188 kjörmenn til viðbótar til að tryggja sér tilnefningu flokksins – og 445 kjörmenn eru í boði í næstu níu ríkjunum sem ganga til atkvæða.

Keppinautar Trump, þeir Ted Cruz og John Kasich, eru enn í framboði en stjórnmálaspekingar töldu margir hverjir að kosningarnar í kvöld væri síðasti raunhæfi möguleiki þeirra á að koma í veg fyrir að Trump tryggði sér þá kjörmenn sem hann þarf.


Tengdar fréttir

Ögurstund í Indiana

Íbúar Indiana í Bandaríkjunum taka þátt í forvali að bandarísku forsetakosningunum í dag. Spennan er meiri hjá Repúblikönum en þvert á margar eldri spár virðist sem Donald Trump fari með stórsigur af hólmi í ríkinu.

Leiða saman hesta sína gegn Trump

Ted Cruz og John Kasich gera það sem þeir geta til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forsetaefni Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×