Erlent

Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag.
Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. Vísir/EPA
Þriðju forkosningar Repúblikana hófust í dag í Suður-Karólínu. Allar skoðanakannanir benda til þess að Donald Trump muni standa uppi sem sigurvegari.

Forkosningarnar í dag eru taldar vera mikilvægur mælikvarði á gengi frambjóðendana en þær eru þær síðustu áður en að kosið verður samtímis í sjö ríkjum þann 1. mars næstkomandi þar sem tuttugu prósent hinna svokölluðu kjörmanna verða í boði.

Allt frá því í nóvember hefur Trump leitt skoðanakannanir í Suður-Karólínu og allar nema tvær kannanir í ríkinu hafa gefið til kynna að Trump muni sigra með tveggja stafa prósentutölu.

Fastlega er því gert ráð fyrir að Trump standi uppi sem sigurvegari og telja stjórnmálaskýrendur ytra að sigur í ríkinu myndi festa Trump rækilega í sessi sem forsetaefni flokksins á undan sínum hestu keppinautum, Ted Cruz og Marco Rubio sem berjast um annað sætið í Suður-Karólínu.




Tengdar fréttir

Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire

Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða.

Bitrustu kappræður Repúblikana til þessa

Fjölmiðlar ytra eru þeirrar skoðunar að enginn hafi í raun skarað fram úr í þessum kappræðum, þess í stað hafi áhorfendur orðið vitni að bitrustu rifrildum kosningabaráttunnar til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×