Erlent

Trump siglir fram úr Clinton

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Trump á efstur.
Trump á efstur. Vísir/EPA
Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, mældist í gær í fyrsta sinn með meira fylgi en líklegur andstæðingur hans, Hillary Clinton, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Real Clear Politics tekur saman. Trump mælist nú með 43,4 prósenta fylgi að meðaltali, örlítið meira en Clinton sem mælist með 43,2 prósenta fylgi. Munurinn er vel innan skekkjumarka.

Munurinn hefur farið ört minnkandi frá 12. maí. Þá mældist Clinton að meðaltali með 47,2 prósenta fylgi en Trump 40,8 prósenta fylgi.

„Skoðanakannanir svona löngu fyrir kosningar skipta engu máli,“ sagði Clinton í viðtali á sjónvarpsstöðinni NBC í gær en kosningarnar sjálfar fara fram í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×