Erlent

Trump reynir að borga sem minnstan skatt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump vill borga sem minnst í skatt.
Donald Trump vill borga sem minnst í skatt. vísir/epa
Donald Trump, forsetaframbjóðandi flokks repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að upplýsingar um skattgreiðslur hans væru einkamál og kæmu engum við.

Mitt Romney, forsetaframbjóðandi flokksins fyrir fjórum árum, hefur undanfarið krafist þess að Trump geri þær upplýsingar opinberar. Romney, sem er athafnamaður líkt og Trump, sætti sams konar þrýstingi fyrir fjórum árum en birti upplýsingar sínar í september þegar tveir mánuðir voru í kosningar. Þá kom í ljós að hann greiddi hlutfallslega lægri skatta en meðalmaðurinn.

Aðspurður um skattamál sín í viðtali á sjónvarpsstöðinni NBC sagði Trump: „Það kemur þér ekki við. Þú munt sjá upplýsingarnar þegar ég geri þær opinberar, en ég berst af öllum kröftum fyrir því að borga eins lítið í skatt og hægt er.“ 


Tengdar fréttir

Trump og Ryan reyna að sættast

Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, fundaði í gær með samflokksmanni sínum Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×