Lífið

Trump lítt hrifinn af gríni SNL um gylltar sturtur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump fannst sjónvarpsþátturinn ekkert fyndinn.
Trump fannst sjónvarpsþátturinn ekkert fyndinn. Vísir/Getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað lýst yfir andúð sinni á gamanþættinum Saturday Night Live og túlkun Alec Baldwin á sér. Það breyttist ekki á dögunum eftir að Baldwin gerði stólpagrín að fregnum um Trump hafi látið pissa á hvora aðra í rúmi fyrir framan hann.

Baldwin, sem hefur getið sér gott orð fyrir túlkun sína á Trump, gerði blaðamafund Trump í síðustu viku að umfjöllunarefni í nýjasta þætti Saturday Night Live sem sýndur var í Bandaríkjunum á laugardaginn. Atriðið má sjá í heild sinni hér að neðan en Baldwin vísaði ítrekaði í það athæfi sem Trump á að hafa látið vændiskonurnar framkvæma.

Trump tók ekki vel í grínið og sagði að Saturday Night Live væri það versta sem NBC sjónvarpsstöðin biði upp á. Sagði hann þáttinn töluvert verri en fréttastofa NBC sem Trump virðist ekki hafa miklar mætur á.

 

Trump hefur farið ekki leynt með gremju sína gagnvart innslögum Baldwin en hann hefur sagt þau meðal annars vera ófyndin og leiðinleg. Þá hefur hann hvatt til þess í tísti að framleiðslu þáttanna Saturday Night Live yrði hætt.


Tengdar fréttir

Alec Baldwin heldur áfram að gera stólpagrín að Trump

Í gær birti Baldwin mynd á Instagram þar sem hann er með sams konar derhúfu og Trump hefur ítrekað látið sjá sig með og prýðir kosningaslagorð hans. Á derhúfu Baldwin er þó sú breyting á að slagorði Trump hefur verið snarað yfir á rússnesku en með því er Baldwin án efa að vísa í meint afskipti Rússlands að forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Baldwin frábær sem Donald Trump í SNL

Alec Baldwin mætti í Trum-gervi og fór leikandi létt með að ná fram mörgu því sem einkenndi kappræður hans og Hillary Clinton fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×