Erlent

Trump hyggst tilkynna um landamæramúrinn í dag

atli ísleifsson skrifar
Trump var tíðrætt um það í kosningabaráttunni að reisa rúmlega tvö þúsund metra múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Trump var tíðrætt um það í kosningabaráttunni að reisa rúmlega tvö þúsund metra múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stór dagur sé framundan þegar kemur að þjóðaröryggi Bandaríkjanna en búist er við að hann tilkynni um fyrirætlanir sínar um að byggja múr á milli Mexíkó og Bandaríkjanna í dag.

Trump greindi frá þessu á persónulegri Twitter-síðu sinni í nótt.

BBC greinir frá því að Trump ætli á næstu dögum að undirrita nokkrar tilskipanir, sem snúa að innflytjendamálum og öryggi á landamærum landsins.

Til að mynda er búist við að ný tilskipun verði gefin út sem fyrirskipi landamæravörðum að skoða afar ítarlega bakgrunn fólks sem kemur frá sjö ríkjum í Miðausturlöndum og Afríku. Um er að ræða ríkisborgara frá Írak, Sýrlandi, Íran, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Jemen.

Ljóst er að aðgerðin komi til með að takmarka mjög straum flóttafólks til landsins.

Trump var tíðrætt um það í kosningabaráttunni að reisa rúmlega tvö þúsund metra múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×