Erlent

Trump heitir rannsókn á meintu kosningasvindli

Samúel Karl Ólason skrifar
Trump sagði frá ætlunum sínum á Twitter nú fyrir skömmu. Þar segir hann einnig að eftir því hvernig niðurstöður rannsóknarinnar verða muni verða tekið á kosningakerfinu í Bandaríkjunum.
Trump sagði frá ætlunum sínum á Twitter nú fyrir skömmu. Þar segir hann einnig að eftir því hvernig niðurstöður rannsóknarinnar verða muni verða tekið á kosningakerfinu í Bandaríkjunum.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að opna umfangsmikla rannsókn á meintu kosningasvindli í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Fyrir kosningarnar hélt hann því fram að verið væri að svindla á sér og allt frá því að í ljós kom að hann vann án þess að fá meirihluta atkvæða hefur Trump haldið því fram að milljónir hafi kosið ólöglega.

Hann hefur þó aldrei lagt fram sannanir fyrir yfirlýsingum sínum.

Trump sagði frá ætlunum sínum á Twitter nú fyrir skömmu. Þar segir hann einnig að eftir því hvernig niðurstöður rannsóknarinnar verða muni verða tekið á kosningakerfinu í Bandaríkjunum.

Meðal þess sem hann vill að verði skoðað er hvort að ólöglegir innflytjendur hefðu kosið, látið fólk og hvort einhverjir hefðu kosið í tveimur ríkjum.

Nú síðast hélt Trump því fram í byrjun vikunnar að hann hefði unnið með meirihluta atkvæða ef þrjár til fimm milljónir ólöglegra atkvæða hefðu ekki borist. Sean Spicer talsmaður Hvíta hússins ítrekaði þessa trú Trump og sagði hana byggja á „upplýsingum sem honum hefði borist“.

Engar vísbendingar um umfangsmikið kosningasvindl hafa hins vegar komið fram. Spicer benti á Pew rannsókn til stuðnings ásökunum Trump, en samkvæmt Politico hefur höfundur rannsóknarinnar gefið út að hún styðji ekki við yfirlýsingar Trump.

Hann segir að rannsóknin hafi leitt í ljós að milljónir látinna einstaklinga væru skráðir kjósendur, en þeir hefðu ekki fundið vísbendingar um að nokkur þeirra hefði kosið.

Öldungadeildarþingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir þó að vandamálið sé ekki kosningasvindl. Þess í stað sé það að Repúblikanar hafi gert fátækum, lituðum og gömlu fólki erfiðara að kjósa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×