Erlent

Trump býst við að hækka skatta hinna ríkustu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ætlar sér að loka ýmsum leiðum sem hinir ríkustu nýta sér til þess að minnka skattbyrði sína.
Ætlar sér að loka ýmsum leiðum sem hinir ríkustu nýta sér til þess að minnka skattbyrði sína. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana-flokksins, býst við því að hann myndi hækka skatta hinna ríkustu í Bandaríkjunum verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Trump hefur áður lagt til að skattar verði lækkaðar þvert yfir borðið en nú segist hann ekki reikna með að tillögur sínar verði samþykktar óbreyttar í bandaríska þinginu verði hann kjörinn forseti.

„Þegar kemur að því að semja við þingið verða tillögurnar töluvert breyttar,“ sagði Trump. „Að mínu mati þurfa skattarnir á hina ríkustu að hækka að einhverju leyti.“

Tillögur Trump í skattamálum eru þær ítarlegustu sem hann hefur sett fram. Samkvæmt tillögunum munu þeir sem lægstar tekjur hafa, undir 50 þúsund dollurum á ári, ekki greiða neina tekjuskatta. Undir þann flokk fellur um helmingur Bandaríkjamanna.

Önnur skattþrep samkvæmt tillögum Trump eru 10 prósent, 20 prósent og 25 prósent en síðasta skattþrepið er ætlað þeim sem mestar tekjur hafa eða meira en 300 þúsund dollara á ári.

Er það talsvert lægra en hæsta skattþrepið í núverandi kerfi sem er 39,6 prósent á tekjur yfir 413 þúsund dollara. Þrátt fyrir þessa lækkanir hyggst Trump þó loka ýmsum leiðum sem tekjuháir nýta sér til þess að minna skattbyrði sína.

„Ég er tilbúinn til þess að greiða hærri skatta,“ sagði Trump sem sjálfur er vellauðugur. „Og vitið þið hvað? Ég held að hinir ríkustu sé einnig tilbúnir til þess.


Tengdar fréttir

Trump fær ekki stuðning Bush

Líklegur mótherji Trumps í forsetakosningunum, Hillary Clinton, mælist með 6 prósentustiga forskot á hann í meðaltali skoðanakannana Real Clear Politics.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×