Erlent

Trump býður Carson ráðherraembætti

Atli Ísleifsson skrifar
Carson starfaði áður sem taugaskurðlæknir og bauð sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana.
Carson starfaði áður sem taugaskurðlæknir og bauð sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana. Vísir/AFP
Donald Trump hefur boðið fyrrverandi forsetaframbjóðandanum Ben Carson ráðherraembætti í ríkisstjórn sinni. Talsmaður Carson segir að Trump hafi boðið honum að taka við embætti ráðherra húsnæðismála og borgarþróunar.

„Nýkjörinn forseti bað hann um að íhuga málið og hann er að íhuga málið,“ segir Armstrong Williams, talsmaður Carson.

Carson starfaði áður sem taugaskurðlæknir og bauð sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana fyrir nýliðnar kosningar. Hann lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann dró framboð sitt til baka.

Carson varð þekktur fyrir að vera fyrsti skurðlæknirinn til að aðskilja síamstvíbura sem voru samvaxnir á höfði. Þá segist hann efast um þróunarkenninguna og er andvígur sjúkratryggingakerfi Barack Obama Bandaríkjaforseta og hjónaböndum samkynhneigðra.


Tengdar fréttir

Trump kynnir fyrstu aðgerðir sínar

Donald Trump ætlar að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, hætta við fríverslunarsamninga og banna fyrrverandi embættismönnum að stunda hagsmunagæslu. Mælist býsna vinsæll í nýrri skoðanakönnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×