Erlent

Trump búinn að skipa nýjan þjóðaröryggisráðgjafa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
HR McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump.
HR McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Visir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipað hershöfðingjann HR McMaster í embætti þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna. BBC greinir frá.

Hann mun taka við af Michael Flynn sem sagði af sér eftir aðeins þrjár vikur í embætti eftir að upp komst að hann hafði átt í talsverðum samskiptum við Rússa áður en Trump tók við embætti.

McMaster er hershöfðingi í bandaríska hernum og starfaði nýverið í Írak og Afganistan. McMaster er þó ekki fyrsta val Trump í embættið en fyrrverandi aðstoðaraðmírállinn Robert Harward hafði áður hafnað Trump af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum.

Keith Kellogg, sem gegnt hefur embætti þjóðaröryggisráðgjafa á meðan leitað var að arftaka Flynn mun taka við sem yfirmaður í Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa

Þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta sagði af sér fyrr í vikunni vegna samskipta sinna við fulltrúa rússneskra stjórnvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×