Erlent

Trump blæs á sögusagnir: „Ætla ekki að verja neinum tíma í The Apprentice“

Anton Egilsson skrifar
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segir að hann muni ekki verja neinum tíma í að vinna í nýrri þáttaröð raunveruleikaþáttarins Celebrity Apprentice eftir að hann tekur við embætti forseta. BBC greinir frá.

Trump þvertók fyrir sögusagnir CNN um annað á Twitter síðu sinni í dag og kallaði þær falskar fréttir. Hann mun hins vegar vera áfram titlaður framleiðandi þáttarins þegar ný sería hefst í janúar, en þá mun Arnold Scwarzenegger sjá um umsjón þáttarins.

Greint var frá því í gær að Trump hyggðist halda áfram sem einn aðalframleiðandi þáttanna Celebrity Apprentice eftir að hann tekur við embætti í janúar. Trump tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar á næsta ári eða 18 dögum eftir að nýja serían af Celebrity Apprentice hefst.

NBC tók ákvörðun í júní síðastliðnum um að slíta samningum við Trump eftir niðrandi ummæli hans í garð innflytjenda í kosningabaráttunni. Serían sem sýnd verður á næsta ári var hins vegar tekin upp í febrúar síðastliðinn, áður en NBC sleit tengslum við Trump.

 


Tengdar fréttir

Trump verður áfram framleiðandi The Apprentice

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hyggst halda áfram sem einn aðalframleiðandi raunveruleikaþáttanna Celebrity Apprentice eftir að hann tekur við embætti í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×