Erlent

Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Kjartan Kjartansson skrifar
Stjórnvöld í Pjongjang mega eiga von á frekari refsiaðgerðum ef marka má orð Bandaríkjaforseta.
Stjórnvöld í Pjongjang mega eiga von á frekari refsiaðgerðum ef marka má orð Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP
Frekari refsiaðgerðir verða lagðar á Norður-Kóreu vegna kjarnorkutilrauna þarlendra stjórnvalda. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum þetta á fundi í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag.

„Við munum setja frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort að það stæði til, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann fór hins vegar ekki út í frekari smáatriði um hverjar þær aðgerðir yrðu.

Aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að Trump hótaði Norður-Kóreu gjöreyðingu ef stjórnvöld í Pjongjang ógnuðu Bandaríkjunum eða bandalagsríkjum þeirra í ræðu sinni á allsherjarþinginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×