Lífið

Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alec Baldwin sem Donald Trump.
Alec Baldwin sem Donald Trump. Skjáskot
Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendanna í nýjasta þætti grínþáttarins vinsæla. Alec Baldwin sneri aftur sem Trump.

Svo virðist sem að SNL-gengið hafi ákveðið að halda ekki aftur sér í gríninu á Trump og grínuðust þeir með þær fjölmörgu ásakanir um kynferðislegt ofbeldi sem bornar hafa verið á Trump.

Alec Baldwin, sem vakið hefur mikla athygli fyrir túlkun sína á Trump, sneri aftur sem Trump en leikkonan Kate McKinnon túlkaði Clinton. Atriðið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Trump virðist ekki hafa verið skemmt og í tísti hvattti hann til þess að framleiðslu þáttanna yrði hætt. Þá er ljóst að hann er ekki hrifinn af túlkun Baldwin á sér.


Tengdar fréttir

Baldwin frábær sem Donald Trump í SNL

Alec Baldwin mætti í Trum-gervi og fór leikandi létt með að ná fram mörgu því sem einkenndi kappræður hans og Hillary Clinton fyrr í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×