Erlent

Trump „myndi elska“ að slást við Biden

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump og Joe Biden.
Donald Trump og Joe Biden. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir að hann „myndi elska“ að slást við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna. Biden sagði nýverið óska þess að þeir væru báðir í gagnfræðaskóla svo hann gæti slegist við Trump á „bakvið íþróttahúsið“.

Ummæli Biden féllu eftir að myndband af Donald Trump stæra sig af því að „grípa í píkur“ á konum í skjóli frægðar sinnar var gert opinbert. Trump brást við ummælum Biden á kosningafundi sínum í gærkvöldi. Bæði ummælin má sjá hér að neðan.

Trump ruglaðist þó eitthvað og hélt að Biden hefði talað um hlöðu en ekki íþróttahús.

„Sáuð þið hvert að Biden vill fara með mig? Á bakvið hlöðuna. Fara með mig. Ég myndi elska það.“ Þá hæddist hann að Biden fyrir að þykjast vera harðjaxl.

„Vitið þið hvenær hann er harðjaxl? Þegar hann stendur á bakvið hljóðnema. Hann vill fara með mig á bakvið hlöðu. Oh. Suma hluti í lífinu myndi ég elska að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×