Lífið

Trúlofuðu sig í flugvél yfir Holuhrauni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Parið trúlofaði sig yfir gosstöðvunum.
Parið trúlofaði sig yfir gosstöðvunum.
Breskt par trúlofaði í útsýnisflugi yfir gosstöðvunum í Holuhrauni fyrr í mánuðinum. Parið var í útsýnisflugi hjá Flugfélagi Íslands, en flugfélagið býður upp á 45 mínútna flug yfir gosstöðvarnar.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir um trúlfounina:

„Aðrir farþegar og áhöfn samglöddust með nýtrúlofaða parinu í háloftunum enda gerði þessi óvænta uppákoma ferðalagið enn skemmtilegra.“

Alls hafa þrjú útsýnisflug verið farið í mánuðinum.

Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir flugfélagið. Tjarnagatan gerði myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×