Innlent

Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Valgarður
„Að vel hugsuðu máli þá hef ég tekið ákvörðun í samráði við fjölskyldu mína að gefa ekki kost á mér til að leiða lista framsóknarmanna í Reykjavík. Ég óska félögum mínum góðs gengis og trúi því og treysti að flokkurinn nái saman um sterka frambjóðendur og framboðslista í Reykjavík á næstu dögum,“ segir Guðni Ágústsson.

Hann sendi frá sér tilkynningu i morgun þar sem hann segir málefnastöðu Framsóknarflokksins vera sterka bæði á landsvísu og í borginni og standa verði vörð um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Því hann gegni lykilhlutverki í flugi og öryggismálum landsins.

„Ég þakka það traust sem mér hefur verið sýnt úr ólíkum áttum í samfélaginu og stuðningurinn hefur hlýjað mér um hjartaræturnar en jafnframt veit ég að allir virða ákvörðun mína,“ segir Guðni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×