Lífið

Trúðurinn Krusty gæti verið á dánarbeði

Samúel Karl Ólason skrifar
Trúðurinn Krusty og aðstoðarmaður hans Sideshow Mel.
Trúðurinn Krusty og aðstoðarmaður hans Sideshow Mel.
Aðdáendur Simpson þáttanna hafa margir hverjir lengi vitað af því að til stæði að einn af stærri karakterum muni deyja í vetur. Einn af framleiðendum þáttanna, Al Jean, sagði þó í gær að þátturinn sem sýndur verður þann 29. september muni heita „Clown in the Dumps“.

Í kjölfarið hafa vangaveltur verið uppi um að það væri síðasti þáttur trúðsins góðkunna, Krusty.

„Ég sagði ekki að ég ætlaði að drepa Krusty,“ sagði Al Jean seinna. „Ég sagði ekki að ég myndi ekki gera það.“

Síðasta vísbendingin sem Al jean gaf var að leikarinn sem ljáir karakternum sem deyr hafi unnið Emmy verðlaun.

Því er vel mögulegt að pabbi Krusty sé sá sem muni deyja, eða Sideshow Bob, en báðir leikarar sem talsetja þá hafa unnið Emmy verðlaun. Þá sagði Al Jean sá íbúi Springfield sem deyji sé ekki einn af burðarstólpum þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×