Erlent

Trudeau grét þegar hann minntist vinar síns

Þórdís Valsdóttir skrifar
Trudeau var mjög meyr þegar hann minntist vinar síns, Gord Downie.
Trudeau var mjög meyr þegar hann minntist vinar síns, Gord Downie.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hann talaði um vin sinn, Gord Downie, eftir fréttir af dauða hans.

Gord Downie var aðalsöngvari kanadísku rokkhljómsveitarinnar Tragically Hip. Hann lést í gær, 53 ára að aldri. Banamein hans var heilaæxli.

„Við misstum einn af þeim bestu í morgun. Gord var vinur minn, hann var vinur allra, þannig var hann,“ sagði Justin Trudeau í tilfinningaríkri ræðu sinni.  

Trudeau sagði Downie hafa elskað landið sitt og að Kanada væri minna land án hans.

„Við vissum öll að þessi dagur myndi koma, en við vonuðum að svo yrði ekki.“

Hægt er að hlusta á ræðu hans hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×