Innlent

Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stígamót eru grasrótarsamtök sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis.
Stígamót eru grasrótarsamtök sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis. Vísir/Daníel
Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi á vinnustaðnum.

Í yfirlýsingu kvennanna segjast þær trúa Helgu enda hafi þær allar sambærilega reynslu af því að starfa á vettvangi Stígamóta. Þær skora á framkvæmdahóp samtakanna að taka á málinu af ábyrgð og fagmennsku.

Sjá einnig:Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum

Helga setti fram alvarlegar ásakanir í pistli sínum á hendur starfsfólki Stígamóta og þá sérstaklega einstaklingi sem hún kallar „hæstráðanda.“ Helga nefnir engin nöfn í pistlinum en Guðrún Jónsdóttir er talskona Stígamóta.

Vísir fjallaði um pistilinn í liðinni viku en í kjölfar þess að hann birtist sendu stjórn og starfshópur frá sér yfirlýsingu. Þar sagði að þeim þætti það mjög leitt að fyrrum samstarfskona hefði upplifað samskipti sín við þau sem ofbeldi.

Málinu væri tekið af fullri alvöru en stjórn og starfshópur bæru jafnframt fullt traust til hæstráðanda samtakanna sem Helga gagnrýndi hvað mest í pistli sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×