Matur

Trönuberjamúffur með hvít súkkulaðikremi - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Trönuberjamúffur með hvít súkkulaðikremi

 
Kökurnar

1 1/2 bolli mjúkt smjör

3 bollar sykur

5 egg

1 bolli mjólk

2 tsk vanilludropar

3 bollar hveiti

2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt



Trönuberjafylling

1/2 bolli sykur

1/2 bolli vatn

2 bollar trönuber

1/2 tsk vanilludropar

2 tsk maizena

2 tsk vatn



Krem

3/4 bolli hvítt súkkulaði

1/3 bolli mjólk (eða rjómi)

1 bolli mjúkt smjör

1 1/2 bolli flórsykur

1 tsk vanilludropar



Hitið ofninn í 175°C. Blandið saman smjöri og syrki. Bætið eggjunum við, einu í einu og því næst mjólk og vanilludropum. Bætið síðan hveitinu, lyftidufti og salti vel saman við. Setjið deigið í um 30 möffinsform og bakið í 17 til 19 mínútur. Leyfið kökunum að kólna og snúið ykkur að fyllingunni.

Setjið sykur, 1/2 bolla af vatni, trönuber og vanilludropa í pott og hitið yfir miðlungshita. Leyfið blöndunni að sjóða og eldið í 3 til 5 mínútur, eða þar til berin eru orðin mjúk. Blandið maizena og vatni saman í lítilli skál og bætið því við trönuberjablönduna. Takið af hitanum og kælið. 

Þá er komið að kreminu. Blandið hvítu súkkulaði og mjólk saman í skál og hitið þar til súkkulaðið er bráðið. Blandið súkkulaðiblöndunni, smjöri, flórsykri og vanilludropum vel saman. 

Til að setja kökurnar saman eru litlar holur skornar í á toppi hverrar köku. Trönuberjablandan er sett ofan í holuna og síðan er kremið sett ofan á. Hægt er að skreyta kökurnar enn meira með ferskum trönuberjum eða kökuskrauti.

Fengið hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×