Fótbolti

Tromsö á von á öðru tilboði í Aron

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Sigurðarson er búinn að skora tvö mörk í fimm landsleikjum.
Aron Sigurðarson er búinn að skora tvö mörk í fimm landsleikjum. vísir/getty
Norska úrvalsdeildarfélagið Tromsö bíður nú eftir öðru tilboði frá Hollenska félaginu Twente í Aron Sigurðarson en von er á nýju kauptilboði í íslenska landsliðsmanninn, samkvæmt heimildum Vísis.

Tromsö hafnaði fyrsta tilboði Twente í sóknarmanninn en það þótti ekki merkilegt.. Eðlilega vill norska félagið fá sem mest fyrir einn sinn allra besta leikmann en Aron er búinn að skora þrjú mörk og leggja upp tvö á tímabilinu.

Aron hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur sjö fyrir Tromsö síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir síðustu leiktíð en hann kom til Noregs frá Fjölni.

Aron datt út úr liðinu seinni hluta leiktíðar í fyrra en vann sér aftur inn byrjunarliðssæti á undirbúningstímabilinu og hefur verið frábær fyrri helming tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni.

Twente hafnaði í sjöunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem dugði til umspils um Evrópusæti en félagið var úrskurðað í þriggja ára bann frá Evrópu af hollenska knattspyrnusambandinu árið 2015.

Twente hefur tvívegis orðið hollenskur meistari, síðast árið 2010 þegar Englendingurinn Steve McLaren stýrði því til sigurs. Þá varð liið bikarmeistari ári síðar.


Tengdar fréttir

Aron skoraði hjá Ingvari

Matthías Vilhjálmsson var einnig á skotskónum fyrir Rosenborg sem komst aftur á toppinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×