Lífið

Trommarinn greip í míkrófóninn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þrátt fyrir að söngvarar sveitarinnar séu tveir fær að þenja raddböndin.
Þrátt fyrir að söngvarar sveitarinnar séu tveir fær að þenja raddböndin. Mynd/Einkasafn
Hin alkunna hljómsveit Nýdönsk vinnur nú hörðum höndum að því að klára seinni hluta plötu sinnar Diskó Berlín en gert er ráð fyrir útgáfu í september.

„Við ljúkum upptökum í næstu viku,“ sagði Daníel Ágúst Haraldsson, söngvari sveitarinnar. 

Hann er ekki sá eini sem fær að leyfa söngrödd sinni að njóta sín á plötunni því að trommari sveitarinnar, Ólafur Hólm, greip í hljóðnemann í vikunni. „Hann var að syngja fyrir okkur laglínu í lagi sem við erum að vinna,“ sagði Daníel Ágúst leyndardómsfullur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×