Erlent

Trolla Trump vegna tapsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump
Donald Trump Vísir/EPA
Undanfarna mánuði hefur Donald Trump kallað fjölda fólks „loser“ eða tapara. Hann notar þetta orð mikið og í raun um hvern sem honum dettur í hug. Fyrsta forval Repúblikana fór fram í Iowa í nótt og tapaði Trump fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz.

Internetið hefur nú nánast alfarið snúist gegn Trump og er hann trollaður víða. Hægt er að opna næsta vafra og slá inn: loser.com, til að sjá hve langt einhverjir hafa gengið til að gera grín að tapi Trump.

Sé leitað á Twitter með kassamerkinu #Loser, er fyrsta niðurstaðan notendareikningur Donald Trump. Í nánast hvaða horn sem litið er má sjá einhvern gera grín að Donald Trump.


Tengdar fréttir

Ted Cruz tók fram úr Trump

Öldungardeildarþingmaður Texas, Ted Cruz, sem sækist eftir að verða forseti Bandaríkjanna, bar sigur úr býtum í fyrstu forkosningum Repúblikanaflokksins sem fram fóru í Iowa í nótt. Sigur Cruz kemur nokkuð á óvart því flestar kannanir höfðu spáð auðkýfingnum Donald Trump sigri.

Hver er þessi Ted Cruz?

Það kom flestum á óvart að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz skyldi bera sigur úr býtum í forvali repúblikana í Iowa-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem skoðanakannanir bentu til þess að auðkýfingurinn Donald Trump myndi sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×