Innlent

Tróðust undir á tónleikum

Jakob Bjarnar skrifar
Þjóðarsorg ríkir nú í Gíneu eftir hinn hörmulega atburð sem varð þegar tónleikagestir tróðust undir.
Þjóðarsorg ríkir nú í Gíneu eftir hinn hörmulega atburð sem varð þegar tónleikagestir tróðust undir.
Að minnsta kosti 24 létust þegar þeir tróðust undir á tónleikum sem haldnir voru í Conakry, höfðuborg Gíneu. Tónleikarnir voru haldnir til að fagna lokum Ramadan, hinum helga mánuði múslima.

Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta landsins þá hefur verið boðað að þjóðarsorg muni standa yfir næstu vikuna til að minnast hinna látnu,  í því sem lýst er sem harmrænum atburði, að sögn BBC. Það var rapp-hljómsveitin Instinct Killers sem tróð upp á þessum tónleikunum sem haldnir voru  í gærkvöldi á strönd í Ratoma, sem er úthverfi í norðanverðri höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×